Stokkhólmur: Þetta vitum við

Hryðjuverkaárás í Stokkhólmi.
Hryðjuverkaárás í Stokkhólmi. AFP

Að minnsta kosti  þrír eru látn­ir og átta særðir eft­ir að vöru­bíl var ekið inn í mann­fjölda fyr­ir fram­an  Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina í miðborg Stokk­hólms í dag. „Það hef­ur verið ráðist á Svíþjóð. Allt bend­ir til hryðju­verka­árás­ar,“ sagði for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Stef­an Löf­ven, í dag. Einn hef­ur verið hand­tek­inn að sögn ráðherr­ans.

Til­kynnt var um árás­ina klukk­an 14.53 að staðar­tíma eða  klukk­an 12.53 að ís­lensk­um tíma.

Sjón­ar­vott­ar segja vett­vang árás­ar­inn­ar hrylli­leg­an. Sjá má þykk­an reyk stíga til him­ins en   grát­andi fólk, gler, blóð og lík á jörðu niðri.  Lög­regla keyr­ir nú um borg­ina með hátal­ara þar sem fólki er sagt að fara beint heim til sín og forðast mann­fjölda. Heyra má í þyrl­um á ferðinni yfir miðborg Stokk­hólms og tug­ir lög­reglu- og sjúkra­bíla eru á ferðinni.

Hér má sjá út­skýr­inga­mynd frá at­b­urðarrás­inni birt með leyfi Aft­on­bla­det.

Aft­on­bla­det

Mynd­ir frá vett­vangi sýna stór­an blá­an vöru­bíl sem var ekið hálf­um inn í versl­un­ar­miðstöðina. Bíln­um var stolið frá sendi­bílaþjón­ust­unni Spendrups. Talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að ökumaður vöru­bíls­ins hefði verið að flytja vör­ur á veit­ingastað við Caliente på Ad­olf Fredriks Kyr­ko­gata sem er hliðargata út frá Drottn­ing­gat­an.

Þegar bíl­stjór­inn var við það að fara að af­ferma vöru­bíl­inn stökk mann­eskja inn og ók í burtu. Bíl­stjóri Spendrups er í áfalli að sögn fyr­ir­tæk­is­ins.

Lög­regla hef­ur staðfest að skot hafi heyrst í miðborg­inni, þá helst við neðanj­arðarlest­ar­stöðina Fridhemspl­an.

Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um þann sem var hand­tek­inn eða mögu­leg­ar ástæður árás­ar­inn­ar sam­kvæmt vef SVT.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert