Watergate-hetjurnar í stað Trump

Carl Bernstein og Bob Woodward.
Carl Bernstein og Bob Woodward. Larry D. Moore/Jim Wallace

Blaðamenn­irn­ir sem öðluðust heims­frægð þegar þeir upp­ljóstruðu um Waterga­te-hneykslið verða heiðurs­gest­ir og munu flytja ræður þegar frétta­menn við Hvíta húsið koma sam­an snæða kvöld­verð sam­an 29. apríl nk.

Um er að ræða hinn ár­lega White Hou­se Cor­respond­ents Assoociati­on Dinner en blaðamenn­irn­ir sem um ræðir eru að sjálf­sögðu Bob Woodw­ard og Carl Bern­stein, sem fóru fyr­ir fréttateymi Washingt­on Post sem fjallaði um inn­brot á Waterga­te-hót­el­inu árið 1972.

Blaðamenn­irn­ir röktu slóðina til Hvíta húss­ins, eins og frægt er orðið, og leiddi um­fjöll­un blaðsins til af­sagn­ar Rich­ard Nixon, þáver­andi for­seta, árið 1974.

Hefð er fyr­ir því að for­seti Banda­ríkj­anna ávarpi blaðamenn­ina og gesti þeirra á kvöld­verðinum en Don­ald Trump hef­ur til­kynnt að hann verði fjarri góðu gamni. Skal eng­an undra, enda hef­ur sam­band hans við press­una verið ein­stak­lega fjand­sam­legt.

Ítrekaðar upp­hróp­an­ir Trump um „óheiðarlega fjöl­miðla“ og „falsk­ar frétt­ir“ urðu til þess að marg­ir blaðamenn og miðlar íhuguðu að sniðganga kvöld­verðinn og þá hafa New Yor­ker og Vanity Fair afboðað veisl­ur sem haldn­ar hafa verið í tengsl­um við hátíðina.

Trump verður fyrsti for­set­inn sem mæt­ir ekki í kvöld­verðinn frá 1981, þegar Ronald Reag­an afboðaði komu sína. Hann var þá að jafna sig eft­ir til­ræðistilraun.

Woodw­ard, 74 ára, starfar enn hjá Washingt­on Post en Bern­stein, 73 ára, hef­ur unnið fyr­ir ABC News og aðra miðla, auk þess að skrifa nokkr­ar bæk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka