3 teknir í bíl tengdum árásarmanninum

Mikill fjöldi fólks kom saman í miðborg Stokkhólms í dag …
Mikill fjöldi fólks kom saman í miðborg Stokkhólms í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar. AFP

Sænska lögreglan handtók nú síðdegis þrjá einstaklinga í í Kungsholmen í Stokkhólmi í tengslum við hryðjuverkaárásina í gær. Þá var einn til viðbótar handtekin í fjölmennri lögregluaðgerð í Vårberg.

Á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet segir að fólkið, sem var stöðvað á Kungsholmen í bíl sem tengist árásarmanninum, sem ók inn í hóp fólks fyrir fram­an Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina í miðborg Stokk­hólms í gær. Fjórir létust í árásinni og 12 slösuðust, þar af 9 alvarlega.

Maðurinn, 39 ára Úsbeki, var handtekinn í gærkvöldi í Märsta einu úthverfa Stokkhólms og játaði hann ábyrgð á árásinni.

Viktoria krónprinsessa Svía feldi tár þegar hún og Daníel prins, …
Viktoria krónprinsessa Svía feldi tár þegar hún og Daníel prins, maður hennar, lögðu blóm til minnist um fórnarlömb árásarinnar. AFP


Að sögn blaðsins þá ók lögregla í veg fyrir bílinn á Kungsholmen um fimmleytið í dag, skammt frá þar sem árásarmaðurinn var handtekinn. Í bílnum voru tveir karlar og ein kona og voru a.m.k. tveir þeirra sem í bílnum voru látnir leggjast í götuna af borgaralega klæddum lögreglumönnum, sem  a.m.k. sumir voru með hulið andlit, að sögn vitna.

„Ég heyrði smá skell og það var líklega þegar lögregla braut rúðuna í bílnum,“ hefur Aftonbladet eftir einu vitna að handtökunni.

Blaðið segir lögreglu ekki veita neinar upplýsingar um málið á þessum tímapunkti.

Lögregla í skotheldum vestum og tæknimenn eu þá sagt hafa farið inn í íbúð í fjölbýlishúsi  í Vårberg og var maðuri á  fertugsaldri leiddur á brott í kjölfarið.

Vinnu tæknimanna á vettvangi árásarinnar er enn ekki lokið.
Vinnu tæknimanna á vettvangi árásarinnar er enn ekki lokið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert