Bandaríkin í hryðjuverkaleik í Sýrlandi

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði myndir af kvölum fórnarlamba efnavopnaárásarinnar í …
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði myndir af kvölum fórnarlamba efnavopnaárásarinnar í Khan Sheikhun hafa „verulega mikil áhrif“ á sig. AFP

Banda­rísk stjórn­völd eru í „hryðju­verka­leik“ í Sýr­landi. Þetta sagði Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, er hann ræddi við Rex Til­ler­son, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í síma í dag.

Er þetta í fyrsta skipti sem ut­an­rík­is­ráðherr­arn­ir ræðast við, eft­ir að Banda­ríkja­her gerði árás á sýr­lenska her­stöð á aðfaranótt föstu­dags.

„Ríki sem berst gegn hryðju­verk­um er í hryðju­verka­leik,“ sagði Lavr­ov við Til­ler­son og varaði hann við því að með þessu yrðu til ör­ygg­is­ógn­ir á alþjóðaskala, sem og á staðbundn­ari svæðum.

Lavr­ov ít­rekaði þá af­stöðu Rússa að ásak­an­ir, um að sýr­lenski stjórn­ar­her­inn hefði staðið að efna­vopna­árás á bæ­inn Khan Sheik­hun í Idlib-héraði í vik­unni, „væru ekki í ætt við raun­veru­leik­ann“.

„Ríki sem berst gegn hryðjuverkum er í hryðjuverkaleik,“ sagði Sergei …
„Ríki sem berst gegn hryðju­verk­um er í hryðju­verka­leik,“ sagði Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands. AFP

Banda­ríkja­her skaut 59 flug­skeyt­um af her­skipi á Miðjarðar­hafn­inu á Shayrat-her­stöðina í ná­grenni Homs aðfaranótt föstu­dags. Dag­inn áður hafði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagt að mynd­ir af kvöl­um fórn­ar­lamba efna­vopna­árás­ar­inn­ar í Khan Sheik­hun hefðu „veru­lega mik­il áhrif“ á sig.

Sím­tal þeirra Lavr­ovs og Til­ler­son í dag var fyrsta sam­tal er­ind­reka stjórna ríkj­anna frá því að árás­in var gerð á sýr­lensku her­stöðina.

Til­ler­son er á leið til Moskvu á þriðju­dag til funda með ráðamönn­um og hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir Mariu Zak­harova, talskonu rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að rúss­nesk stjórn­völd bú­ist við að Til­ler­son veiti þeim þá „skýr­ing­ar“ á árás­inni á her­stöðina.   

Til­ler­son sagði hins veg­ar í gær að viðbrögð Rússa yllu hon­um von­brigðum, af því að þau gæfu til kynna áfram­hald­andi stuðning þeirra við stjórn Bash­ar al-Assads Sýr­lands­for­seta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert