Telja sig hafa ökumanninn í haldi

Myndin sýnir Ahlens-verslunarmiðstöðina þar sem flutningabíllinn ók inn í hana …
Myndin sýnir Ahlens-verslunarmiðstöðina þar sem flutningabíllinn ók inn í hana í gær. AFP

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð sögðu í morgun að maðurinn sem handtekinn var í gær sé talinn vera sá sem ók flutningabílnum sem ekið var inn í fólksfjölda í miðborg Stokkhólms í gær. Fjórir létust í árásinni og 15 eru alvarlega særðir.

Yfirvöld höfðu áður greint frá því að þau hefðu handtekið mann sem hæfði lýsingu á hinum eftirlýsta, sem klæddist dökkri hettupeysu og grænum hermannajakka.

Að sögn Lars Bystrom, talsmanns lögreglunnar, kann hinn handtekni að vera sami maður og sést á myndum sem dreift var í gær.

Aftonbladet greindi frá því í gær að maðurinn væri 39 ára, af úsbekskum uppruna og fylgismaður hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams.

Uppfært kl. 8.17:

Sænska sjónvarpsstöðin SVT hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að taska með sprengjuefnum hafi fundist í flutningabílnum og að sprengjusveit lögreglunnar hafi verið kölluð til.

Lögregla telur sig hafa árásarmanninn í haldi en lýst var …
Lögregla telur sig hafa árásarmanninn í haldi en lýst var eftir þessum manni í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert