21 látinn í árás á kirkju í Egyptalandi

Sprengjan sprakk í kirkju í borginni Tanta í Egyptalandi.
Sprengjan sprakk í kirkju í borginni Tanta í Egyptalandi. Google

Að minnsta kosti 21 lét lífið og 59 eru særðir eft­ir að sprengja sprakk í kirkju í borg­inni Tanta, sem er 120 km frá Kaíró í Egyptalandi. Árás­in átti sér stað í dag, pálma­sunnu­dag, í messu í Girg­is-kirkj­unni.

Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árás­inni, en sam­kvæmt BBC hef­ur árás­um á kristn­ar kirkj­ur af hendi íslam­ista fjölgað til muna frá ár­inu 2013. Minni­hluti Egypta er krist­inn­ar trú­ar.

Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvort sprengj­unni var komið fyr­ir í kirkj­unni, eða hvort um sjálfs­vígs­árás var að ræða.

Í des­em­ber í fyrra lét­ust 25 manns þegar sprengja sprakk í messu í dóm­kirkju í Kaíró. Í fe­brú­ar á þessu ári varaði Ríki íslams við frek­ari árás­um á kirkj­ur krist­inna manna. Um 10% þjóðar­inn­ar eru krist­inn­ar trú­ar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert