35 farast í mannskæðum árásum á kirkjur

Tawadros II, leiðtogi koptísku kirkjunnar, var nýfarinn úr kirkjunni þegar …
Tawadros II, leiðtogi koptísku kirkjunnar, var nýfarinn úr kirkjunni þegar sjálfsmorðsárásin var gerð. AFP

Önnur sprengja sprakk fyr­ir utan kirkju heil­ags Markús­ar í borg­inni Al­ex­andríu í Egyptalandi ein­ung­is nokkr­um klukku­tím­um eft­ir að 25 lét­ust og 70 særðust í sprengju­árás í kirkju í borg­inni Tanta skammt frá Kaíró. Í seinni spreng­ing­unni lét­ust að minnsta kosti 11 manns og 35 særðust. Lög­regl­an hef­ur staðfest að um sjálfs­morðsárás var að ræða í seinni spreng­ing­unni.

Fjöl­marg­ir sækja messu í dag, pálma­sunnu­dag. Tawadros II, leiðtogi kop­tísku kirkj­unn­ar, sótti messu í kirkju heil­ags Markús­ar í dag, að sögn egypska rík­is­sjón­varps­ins. Hann hafði farið heim skömmu áður en spreng­ing­in varð.    

Alls hafa 35 lát­ist í þess­um tveim­ur spreng­ing­um og ótt­ast er að fleiri eigi eft­ir lát­ast af sár­um sín­um. Þetta er mann­skæðasta árás­in á kop­tísk­ar kirkj­ur í land­inu.

Sherif Ismail, for­sæt­is­ráðherra Egypta­lands, hef­ur for­dæmt árásin­ar líkt og aðrir ráðamenn. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert