Enginn vafi um efnavopnaárásina

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum í dag.
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum í dag. AFP

Bandaríkin eru í engum vafa um að ríkisstjórn Sýrlands hafi staðið að efnavopnaárásinni sem gerð var í bæ uppreisnarmanna í síðustu viku, með þeim afleiðingum að tugir létu lífið. Þetta segir varnarmálaráðherrann James Mattis.

Á blaðamannafundi síðdegis í dag tjáði hann viðstöddum að stefna Bandaríkjanna í Sýrlandi hefði ekki breyst, jafnvel eftir að Bandaríkin skutu eldflaugum á sýrlenska flugherstöð. Í forgangi sé ávallt að sigrast á hryðjuverkasamtökunum sem kalla sig Íslamska ríkið.

„Það leikur enginn vafi á um það að sýrlenska ríkisstjórnin er ábyrg fyrir ákvörðuninni um árásina og fyrir árásinni sjálfri,“ segir Mattis.

Fundurinn var sá fyrsti sem Mattis heldur síðan hann tók við embættinu, en hann ítrekaði viðvaranir um að frekari notkun efnavopna yrði mætt af hörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert