Trump fjarlægir sig frá Bannon

Trump og Bannon, degi eftir embættistöku Trumps.
Trump og Bannon, degi eftir embættistöku Trumps. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti virt­ist áhuga­lít­ill í stuðningi sín­um við einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, í viðtali sem birt­ist í New York Post í dag. Ýtir það enn frek­ar und­ir orðróma þess efn­is að ráðgjaf­inn um­deildi sé ekki leng­ur í náðinni hjá for­set­an­um.

Trump vildi ekki gera mikið úr hlut­verki Bannon í Hvíta hús­inu í sam­tali við blaðamann dag­blaðsins.

Bannon, sem er 63 ára, er af mörg­um tal­inn vera drif­kraft­ur­inn á bak við þá stefnu Trumps sem ein­kenn­ist af lýð- og þjóðern­is­hyggju. Hef­ur hann verið mörg­um hægri­mönn­um fagnaðarefni á meðan flest­ir aðrir sjá hann ekki í góðu ljósi.

„Mér lík­ar við Steve, en þú verður að muna að hann tók ekki þátt í kosn­inga­bar­áttu minni fyrr en mjög seint,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann treysti Bannon.

„Ég hafði þegar sigrað alla öld­unga­deild­arþing­menn­ina og alla rík­is­stjór­ana, og ég þekkti ekki Steve. Ég er minn eig­in skipu­leggj­andi og það var ekki eins og ég væri að fara að breyt­ast.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka