Hver borgaði fyrir mótmælin spyr Trump

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, veltir fyrir sér hver hafi borgað fólki fyrir að taka þátt í mótmælum í gær og bendir andstæðingum sínum á að kosningunum sé lokið. Líkt og venjulega lét Trump ummælin falla á Twitter.

Þúsundir tóku þátt í „skattagöngum“ víðsvegar um Bandaríkin í gær þar sem þess var krafist aðTrump birti skattskýrslu sína en í Bandaríkjunum er miðað við að skattskýrslum sé skilað ekki seinna en 15. apríl.

AFP

Þegar Trump var í framboði neitaði hann að birta skattskýrslur sínar opinberlega en hefð er fyrir því að forsetaframbjóðendur geri slíkt í Bandaríkjunum. Bar hann því við að hann gæti það ekki þar sem hann væri í skattrannsókn. Engin lög eru um að forseta beri skylda að birta skattaskil sín opinberlega. 

Að minnsta kosti 21 var handtekinn í Berkeley í Kaliforníu þegar kom til átaka milli stuðningsmanna forsetans og andstæðinga hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert