Hver borgaði fyrir mótmælin spyr Trump

AFP

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, velt­ir fyr­ir sér hver hafi borgað fólki fyr­ir að taka þátt í mót­mæl­um í gær og bend­ir and­stæðing­um sín­um á að kosn­ing­un­um sé lokið. Líkt og venju­lega lét Trump um­mæl­in falla á Twitter.

Þúsund­ir tóku þátt í „skatta­göng­um“ víðsveg­ar um Banda­rík­in í gær þar sem þess var kraf­ist aðTrump birti skatt­skýrslu sína en í Banda­ríkj­un­um er miðað við að skatt­skýrsl­um sé skilað ekki seinna en 15. apríl.

AFP

Þegar Trump var í fram­boði neitaði hann að birta skatt­skýrsl­ur sín­ar op­in­ber­lega en hefð er fyr­ir því að for­setafram­bjóðend­ur geri slíkt í Banda­ríkj­un­um. Bar hann því við að hann gæti það ekki þar sem hann væri í skatt­rann­sókn. Eng­in lög eru um að for­seta beri skylda að birta skatta­skil sín op­in­ber­lega. 

Að minnsta kosti 21 var hand­tek­inn í Berkeley í Kali­forn­íu þegar kom til átaka milli stuðnings­manna for­set­ans og and­stæðinga hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert