Alls sögðu 51,5% já í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem veita forseta landsins aukin völd. Nei sögðu 48,5% en alls hafa 96% atkvæða verið talin. Þetta þýðir að Recep Tayyip Erdoğan getur gegnt embætti forseta til ársins 2029.
Stuðningsmenn hans er að vonum ánægðir með niðurstöðuna og segja hana boða tíma framfara í landinu, einkum á sviði þingsins, en andstæðingar hans efast um niðurstöðu kosninganna og telja að með þessu fái forsetinn óeðlilega mikil völd.
Þetta þýðir að gerðar verða mestu breytingar á stjórnarskrá Tyrklands frá því landið var lýðræðisríki fyrir tæpri öld síðan. Forsetinn fær heimild til þess að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn landsins, gefa út forsetatilskipanir, velja æðstu dómara landsins og víkja þinginu frá. Með þessu verður verulega dregið úr völdum forsætisráðherra og allt embættiskerfið verður fært í hendur forseta.
Alls voru 55 milljónir Tyrkja á kjörskrá og var kjörsókn mikil.