Violet-Mosse Brown er nú elsta kona heims eftir að hin ítalska Emma Morano lést um helgina. Brown fæddist 10. mars árið 1900 og er því 117 ára.
Hún býr í Duanvale í Jamaica og hefur gert það alla sína ævi. Það er óhætt að segja að langlífi sé í ættinni en sonur hennar er 97 ára.
Í samtali við dagblaðið The Gleaner sagði Brown ekkert leyndarmál á bakvið langlífið. „Þegar fólk spyr mig hvað ég borða og drekk til þess að lifa svona lengi segi ég þeim að ég borða allt, nema svín og kjúkling, og ég drekk ekki romm og þess háttar,“ sagði Brown.
Hún var tónlistarkennari og organisti í kirkju í meira en 80 ár. Eftir að eiginmaður hennar lést árið 1997 tók hún yfir starf hans sem skrásetjari kirkjugarðsins í Duanvale og hélt hún því starfi löngu eftir 100 ára afmælið sitt.
Sem 117 ára hefur Brown upplifað marga sögulega viðburði. Hún man þegar að fyrstu bílarnir og flugvélaranar komu til Jamaica sem og þegar að rafmagn og vatnsleiðslur komu á eyjuna. Hún lifði af báðar heimstyrjaldir og stofnun landsins hennar.
Að sögn barnabarns Brown, Lelieth Palmer er Brown heilsuhraust miðað við aldur. Andrew Holness, Forsætisráðherra Jamaica óskaði Brown til hamingju með titilinn í dag.
The world's oldest human is Jamaican Violet Brown, who was born on March 10, 1900. Congrats Violet. pic.twitter.com/AnjXdHK1Kz
— Andrew Holness (@AndrewHolnessJM) April 15, 2017