Búist var við því að rúmlega 21.000 börn og fullorðnir myndu taka þátt í páskaeggjaleit Hvíta hússins í dag. Þetta er fyrsta páskaeggjaleit Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna en um er að ræða 139 ára gamla hefð sem hófst þegar að Rutherford Hayes var forseti.
Trump tók á móti gestum ásamt konu sinni Melania og 11 ára gömlum syni þeirra Barron.
Dagskráin hófst klukkan 7:30 í morgun að staðartíma og stendur yfir í allan dag en viðburðurinn fer fram á suðurlóð Hvíta hússins. Talið er að 18.000 egg séu falin á svæðinu en einnig verða skemmtiatriði og leikir.
Búist var við töluvert færri í leitina í ár en í fyrra en þá komu 35.000 manns, þar á meðal Beyoncé, Jay Z og dóttir þeirra Blue Ivy.