Ísjakar með aðdráttarafl

Borgarísjakar við Ísafjarðardjúp. Mynd úr safni.
Borgarísjakar við Ísafjarðardjúp. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Smábær í Nýfundnalandi í Kanada er skyndilega kominn á kortið yfir eftirsótta ferðamannastaði. Ástæðan er stærðarinnar ísjakar sem hefur rekið að landi og lokkuðu ferðamenn til sín yfir páskana. BBC greinir frá.

Ljósmyndarar jafnt leikir sem lærðir hafa keppst við að mynda ísjakana í bak og fyrir. Umferðin hefur verið það mikil að erfitt hefur verið að komast leiðar sinnar.

Smábærinn er skammt frá Ferryland og er við suðurströndina. Þetta svæði við Nýfundnaland og Labrador, sem einnig er fylki í Kanada, er einnig þekkt sem „ísjakasundið“ því alla jafna rekur ísjaka að landi á vorin á þetta svæði.    



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert