Le Pen ætlar að stöðva komu innflytjenda

Liberation sagði ræðu Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda Þjóðfylkingarinnar, vera mestu …
Liberation sagði ræðu Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda Þjóðfylkingarinnar, vera mestu harðlínuræðu sem hún hafi haldið til þessa. AFP

Mar­ine Le Pen, for­setafram­bjóðandi frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, sagði á fundi með stuðnings­mönn­um sín­um í gær að nái hún kjöri þá muni hún banna komu þeirra inn­flytj­enda sem nú er heim­ilt, sam­kvæmt lög­um,  að koma til Frakk­lands.  Sagði Le Pen fund­ar­gest­um að hún vildi stöðva „brjálaðar, óstjórn­leg­ar aðstæður“.

Skoðanakann­an­ir benda til þess að mjótt verði á mun­um milli þeirra Le Pen og óháða fram­bjóðand­ans Emm­anu­el Macron, þegar fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna fer fram næsta sunnu­dag. Fram­bjóðandi hægrimanna, Franço­is Fillon, fylg­ir hins veg­ar nú fast á hæla þeirra og því geta úr­slit­in að verða tví­sýn.

„Ég mun stöðva tíma­bundið komu allra lög­legra inn­flytj­enda til lands­ins til að stöðva þessa brjál­semi, þess­ar óstjórn­legu aðstæður sem eru að draga okk­ur öll niður,“ seg­ir BBC Le Pen hafa sagt við stuðnings­menn sína.

Að því loknu muni frönsk stjórn­völd kynna til sög­unn­ar mun „rót­tæk­ari, skyn­sam­legri, mann­legri og viðráðan­legri“ regl­ur um inn­flytj­end­ur.

Franska dag­blaðið Li­berati­on, sem er á vinstri kant­in­um, sagði ræðu Le Pen vera „mestu harðlínu ræðuna sem hún hefði haldi í kosn­inga­bar­áttu sinni“ og að ræðunni væri ætlað að höfða til stuðnings­manna henn­ar í gras­rót­inni.

11 fram­bjóðend­ur taka þátt í fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna og benda kann­an­ir til þess að þriðjung­ur Frakka eigi enn eft­ir að gera upp hug sinn, sem þykir gera úr­slit for­seta­kosn­ing­anna nú þau tví­sýn­ustu um ára­tuga­skeið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert