Trump óskar Erdogan til hamingju

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Erdogan til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Erdogan til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hringdi í gær í Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta og óskaði hon­um til ham­ingju með úr­slit þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar, sem hald­in var í land­inu á sunnu­dag.

Trump þakkaði Er­dog­an einnig stuðning hans við loft­árás­ir Banda­ríkja­hers á her­stöð sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins 7. apríl.

Stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar sem Er­dog­an lagði til og sem auka völd for­seta­embætt­is­ins veru­lega fengu naum­an meiri­hluta í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni á sunnu­dag og voru 51,4% kjós­enda samþykk breyt­ing­unni, en 48,6% sögðu nei.

Und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd kosn­ing­anna hef­ur víða verið mót­mælt og hyggj­ast and­stæðing­ar Er­dog­ans kæra niður­stöðuna og hafa kraf­ist end­urtaln­ing­ar. Er­dog­an hef­ur hins veg­ar al­farið hafnað þeirri gagn­rýni Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (OSCE), sem fylgd­ist með fram­kvæmd kosn­ing­anna, að kosn­inga­bar­átt­an hefði farið fram á „ójöfn­um leik­velli“.

Sam­mála um að Assad svari til saka

Í yf­ir­lýs­ingu sem send var frá Hvíta hús­inu í gær sagði að Trump hefði rætt við Tyrk­lands­for­seta um viðbrögð við notk­un Sýr­lands­stjórn­ar á efna­vopn­um.

Eru for­set­arn­ir tveir sagðir hafa verið sam­mála um „mik­il­vægi þess að Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seti verði lát­inn svara til saka fyr­ir efna­vopna­notk­un­ina. Þá ræddu þeir einnig um aðgerðir gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams.

Sam­skipti stjórn­valda í Washingt­on og An­kara hafa verið stirð und­an­farið, en eitt helsta bit­beinið hef­ur verið stuðning­ur Banda­ríkj­anna við upp­reisn­ar­menn Kúrda í Sýr­landi, sem einnig hafa bar­ist gegn Ríki íslams. Tyrk­lands­stjórn lít­ur hins veg­ar á Verka­manna­flokk Kúrda sem hryðju­verka­sam­tök.  

Stjórn­ir ríkj­anna hafa líka átt í deil­um varðandi íslamska klerk­inn Fet­hullah Gulen, sem hef­ur dvalið í sjálf­skipaðri út­legð í Banda­ríkj­un­um um ára­bil. Tyrk­nesk stjórn­völd telja hann hins veg­ar standa að baki mis­heppnaðri upp­reisn­ar­tilraun í land­inu síðasta sum­ar og vilja fá hann fram­seld­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert