Evrópusambandið fékk á baukinn

Marine Le Pen vill færa frönsku þjóðinni aftur lyklana.
Marine Le Pen vill færa frönsku þjóðinni aftur lyklana. AFP

Evrópusambandið fékk á baukinn hjá frönsku forsetaframbjóðendunum sem komu fram hver á fætur öðrum í 15 mínútna löngu viðtali í sjónvarpssal í Frakklandi í kvöld. 11 einstaklingar bjóða sig fram til forseta en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. BBC greinir frá

Mar­ine Le Pen, for­setafram­bjóðandi frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, sagði að Frakkar þyrftu að ná valdinu aftur frá Evrópusambandinu. Hún sagðist vilja „gefa Frökkum aftur lykilinn að húsinu.“ 

Í sama streng tók hinn vinstrisinnaði Jean-Luc Melenchon. Hann sagði að Evrópusambandið þyrfti að breytast ellegar myndu Frakkar yfirgefa sambandið.  

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er orðið mjótt á munum milli frambjóðenda í kosningunum sem verða líklega þær óútreiknanlegustu í landinu um áratuga skeið. Hins vegar eiga 30% kjósenda enn eftir að gera upp hug sinn. 

Le Pen og óháði fram­bjóðand­inn Emm­anu­el Macron eru talin líklegust til að komast í seinni umferð. Macron mældist með 25% fylgi og Le Pen með 22% í nýjustu skoðanakönnun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert