Lögreglumaður skotinn til bana

Skotið var á tvo lögreglumenn í París.
Skotið var á tvo lögreglumenn í París. AFP

Einn lög­reglumaður lést og ann­ar er særður eft­ir skotárás í miðborg Par­ís­ar í kvöld. Árás­in átti sér stað á Champs Elysees sem er fjöl­far­in versl­un­ar­gata og eft­ir­sótt­ur ferðamannastaður í borg­inni. Svæðinu var strax lokað. 

Árás­armaður­inn var felld­ur eft­ir skot­hríðina, að sögn inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands. Mik­ill viðbúnaður er á svæðinu bæði lög­reglu og bráðaliða. 

Sky-frétta­stof­an full­yrðir að árás­armaður­inn hafi verið í bíl sem var stopp á rauðu ljósi þegar hann skaut á lög­reglu­menn­ina tvo með fyrr­greind­um af­leiðing­um.  

Í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna hef­ur verið mik­ill viðbúnaður lög­reglu og her­manna í land­inu einkum á ferðamanna­stöðum eins og Champs Elysees, rík­is­stjórn­ar­bygg­ing­um, við trú­fé­lög og á öðrum stöðum sem gætu mögu­lega verið skot­mörk hryðju­verka­manna.

Frá ár­inu 2015 hef­ur verið í gildi hæsta viðbúnaðarstig í land­inu vegna mögu­legra hryðju­verka í land­inu. Frá því hafa yfir 230 manns látið lífið í hryðju­verka­árás­um í land­inu. 

Fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakklandi er á sunnu­dag­inn. Fyr­ir tveim­ur dög­um hand­tók lög­regl­an tvo menn grunaðir um að hafa verið að und­ir­búa hryðju­verka­árás í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna. Franska lög­regl­an fann byss­ur og út­búnað til sprengju­gerðar.

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert