Enginn vafi á að herinn beitti efnavopnum

Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, og James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á …
Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, og James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Tel Aviv. AFP

Jim Matt­is, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir eng­an vafa leika á að Sýr­lands­stjórn hafi haldið eft­ir hluta efna­vopna sinna. Matt­is lét þessi orð falla í heim­sókn til Ísra­el í dag og varaði hann stjórn Bash­ar al-Assads Sýr­lands­for­seta við að beita þeim.

Hann neitaði hins veg­ar að tjá sig um það hversu mikið magn efna­vopna banda­rísk stjórn­völd teldu Sýr­lands­stjórn nú eiga.

Banda­ríkja­her gerði loft­árás á eina af her­stöðvum sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins nú fyrr í mánuðinum eft­ir að efna­vopna­árás var gerð á bæ­inn Khan Sheik­hun, sem er á yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­manna, og sem talið er að Sýr­lands­her hafi staðið að.

„Staðan er sú að alþjóðasam­fé­lagið ef­ast ekki um að Sýr­lands­stjórn hafi haldið eft­ir efna­vopn­um sem brýt­ur í bága við samþykkt henn­ar og yf­ir­lýs­ing­ar um að þeim hafi öll­um verið eytt,“ sagði Matt­is.

„Það er brot á samþykkt Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna og við verðum að taka á því á diplóma­tísk­an hátt og það væri óráðlegt af þeim að reyna þetta aft­ur. Við gerðum þeim það al­veg ljóst með árás­inni.“

Ísra­els­stjórn tel­ur sig hafa sann­an­ir fyr­ir því að stjórn Assads eigi enn „nokk­ur tonn“ efna­vopna í sín­um fór­um.

Assad, sem nýt­ur stuðnings stjórn­valda í Rússlandi, hef­ur hins veg­ar al­farið hafnað ásök­un­um um að her hans hafi beitt efna­vopn­um á Khan Sheik­hun og seg­ir það „hel­ber­an upp­spuna“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert