Bandaríkjamaður handtekinn í N-Kóreu

Frá Pyongyang-flugvelli þar sem maðurinn var handtekinn.
Frá Pyongyang-flugvelli þar sem maðurinn var handtekinn. AFP

Bandarískur ríkisborgari hefur verið handtekinn í Norður-Kóreu eftir að hann reyndi að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í suðurkóreskum fjölmiðlum.

Hann er þriðji Bandaríkjamaðurinn sem er handtekinn í Norður-Kóreu á tiltölulega skömmum tíma. Einn var dæmdur fyrir njósnir og annar fyrir að hafa stolið skilti af hóteli.

Mikil spenna er í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu og hefur vesturveldið greint frá því að þolinmæði þess gagnvart kjarnorkuvopnaáætlun norðurkóreskra stjórnvalda sé á þrotum.

Norðurkóreskir hermenn, við landamæri Norður- og Suður-Kóreu.
Norðurkóreskir hermenn, við landamæri Norður- og Suður-Kóreu. AFP

Maðurinn sem var handtekinn er á sextugsaldri og heitir Kim, er fyrrverandi prófessor við Yanbian-háskólann í Kína. Hann hafði verið í Norður-Kóreu í einn mánuð í tengslum við hjálparstarf, að því er BBC greindi frá. 

Hann var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Pyongyang.  

Í janúar í fyrra var bandaríski neminn Otto Warmbier handtekinn fyrir að stela áróðursskilti frá hóteli er hann heimsótti Norður-Kóreu. Hann var dæmdur í fimmtán ára þrælkunarbúðir fyrir glæpi gegn ríkinu.

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, klippir á borða í höfuðborginni Pyongyang.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, klippir á borða í höfuðborginni Pyongyang. AFP

Í apríl í fyrra var Kim Gong-chul, bandarískur ríkisborgari sem fæddist í Suður-Kóreu, dæmdur í tíu ára þrælkunarbúðir fyrir njósnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert