Hollande óskaði Macron til hamingju

Hollande Frakklandsforseti.
Hollande Frakklandsforseti. AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur óskað Emmanuel Macron til hamingju með sigurinn í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Macron mun mæta Marine Le Pen í seinni umferðinni sem fer fram 7. maí. 

Talsmenn Hollande segja að forsetinn hafi hringt í Macron til að óska honum til hagmingju. Hollande hefur hins vegar ekki lýst formlega yfir stuðningi við Macron en það hefur hins vegar forsetaframbjóðandinn Francois Fillon gert, en samkvæmt útgönguspá fékk Fillon 19,5% atkvæða á meðan Macron fékk 23,7% og Le Pen 21,7%.

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Macron segir að Frakkar hafi lýst yfir þrá sinni um breytingar. „Þetta eru vissulega tímamót í franskri stjórnmálasögu,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Þá hefur Marine Le Pen fagnað úrslitunum sem sögulegum. Hún sagði við stuðningsmenn sína í kvöld að stærsta mál kosninganna sé „stjórnlaus alþjóðavæðing sem ógni okkar samfélagi.“

Marine Le Pen.
Marine Le Pen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka