Kæra Berkeley fái Ann Coulter ekki að mæta

Ann Coulter er þekkt fyrir að hika ekki við að …
Ann Coulter er þekkt fyrir að hika ekki við að deila umdeildum skoðunum sínum með umheiminum. Ljósmynd/Gage Skidmore

Nem­end­ur við Berkeley-há­skóla í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um, sem buðu Ann Coulter, hægri­sinnuðum sam­fé­lagsrýni og rit­höf­undi, að flytja er­indi á há­skóla­svæðinu, hóta nú að kæra há­skól­ann ef skóla­yf­ir­völd finna ekki viðeig­andi tíma og vett­vang fyr­ir hana til að halda er­indið.

Coulter er þekkt fyr­ir að hika ekki við að deila um­deild­um skoðunum sín­um. Hef­ur hún ratað nokkr­um sinn­um í fjöl­miðla hér á landi, t.d. fyr­ir að segja fót­bolta­áhuga banda­rísku þjóðar­inn­ar tákn um hnign­un sam­fé­lags­ins og þegar hún hélt því fram að all­ar fal­leg­ar stúlk­ur væru hægris­innaðar.

Frá mótmælunum í Berkeley síðustu helgi.
Frá mót­mæl­un­um í Berkeley síðustu helgi. AFP

Har­meet Dhillon, sem fer fyr­ir re­públi­kön­um í Berkeley-há­skóla, seg­ir í bréfi sem hún sendi skóla­stjórn­end­um á föstu­dag að ef henni yrði meinað að flytja er­indi á há­skóla­svæðinu 27. apríl hygg­ist hún leggja fram kæru á hend­ur skól­an­um fyr­ir að brjóta á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti nem­enda til tján­ing­ar­frels­is.

Frá þessu er greint á vef Fox News en skóla­yf­ir­völd greindu re­públi­kana­hópi skól­ans frá því á þriðju­dag að af­lýsa þyrfti viðburðinum af ör­ygg­is­ástæðum. Sagði rektor skól­ans, Nicholas B. Dirks, að ákvörðunin um að fresta viðburðinum byggi á traust­um upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Skóla­yf­ir­völd buðu „meira viðeig­andi og ör­ugg­ari“ vett­vang und­ir viðburðinn 2. maí næst­kom­andi, en Coulter afþakkaði það vegna þess að hún er upp­tek­in þann dag­inn. Á Twitter-síðu sinni bætti hún því við að það væru eng­ir tím­ar í Berkeley 2. maí, en í þeirri viku eru all­ir nem­end­ur skól­ans í upp­lestr­ar­fríi.

Hörð átök hafa átt sér stað í Berkeley milli rót­tækra hægri og vinstri hópa að und­an­förnu. Síðustu helgi var 21 hand­tek­inn þegar til átaka kom á Don­ald Trump-mót­mæl­um. Fyrr á ár­inu var hart deilt um fyr­ir­hugaðan fyr­ir­lest­ur Milo Yi­annopoul­us, sem þá var rit­stjóri hægriöfga-frétta­veit­unn­ar Breit­bart. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert