Mikil öryggisgæsla í Frakklandi

Franskir öryggisverðir og lögreglumenn spjalla saman fyrir framan kosningaplaköt í …
Franskir öryggisverðir og lögreglumenn spjalla saman fyrir framan kosningaplaköt í Le Touquet í Frakklandi. AFP

Mik­il ör­ygg­is­gæsla verður í Frakklandi í dag vegna for­seta­kosn­inga sem þar eru hafn­ar. Um 50 þúsund lög­reglu­menn og sjö þúsund her­menn verða á varðbergi víðs veg­ar um landið til að tryggja að allt gangi vel. Þrír dag­ar eru liðnir síðan lög­reglumaður var skot­inn til bana í Par­ís.

Karim Cheurfi, dæmd­ur glæpa­maður, skaut þá lög­reglu­mann í höfuðið á breiðgöt­unni Champs Elysees í Par­ís. Talið er að hann hafi verið fylg­ismaður Rík­is íslams. 

Fólk er byrjað að mæta á kjörstað.
Fólk er byrjað að mæta á kjörstað. AFP

Ell­efu bjóða sig fram til embætt­is for­seta Frakk­lands en talið er að fjór­ir fram­bjóðend­ur muni berj­ast um stöðuna, eða íhaldsmaður­inn Franco­is Fillon, Mar­ine Le Pen leiðtogi Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, frjáls­lyndi miðjumaður­inn Emm­anu­el Macron og vinst­ris­inn­inn Jean-Luc Mélonchon.

Síðar verður kosið á milli þeirra tveggja fram­bjóðenda sem fá flest at­kvæði í dag, að því er BBC grein­ir frá. 

Franskur lögreglumaður fyrir utan kjörstað í Henin-Beaumont í norðurhluta Frakklands.
Fransk­ur lög­reglumaður fyr­ir utan kjörstað í Hen­in-Beau­mont í norður­hluta Frakk­lands. AFP
Einn af frambjóðendunum, Nicolas Dupont-Aignan, greiðir atkvæði sitt í Yerres, …
Einn af fram­bjóðend­un­um, Nicolas Dupont-Aign­an, greiðir at­kvæði sitt í Yer­res, út­hverfi Par­ís­ar. AFP
Frambjóðandinn Lutte Ouvriere á kjörstað í morgun.
Fram­bjóðand­inn Lutte Ouvri­ere á kjörstað í morg­un. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert