Ákærður fyrir sýruárásina í London

Collins og Fer­ne McCann höfðu ný­verið birst sam­an á mynd …
Collins og Fer­ne McCann höfðu ný­verið birst sam­an á mynd á forsíðu tíma­rits­ins OK! Skjáskot

Arthur Collins, 24 ára, hefur verið ákærður fyrir sýruárás í næturklúbbi í London fyrir rúmri viku. Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina og þar af misstu tveir sjón á öðru auga. Aðrir hlutu brunasár um líkamann. 

Collins er unnusti sjónvarpsstjörnunnar Ferne McCann. Leikkonan segist hafa aðstoðað lögregluna við leitina að Collins sem ekkert spurðist til í nokkra daga eftir árásina.

Collins var handtekinn í fyrradag og í gær var hann ákærður fyrir að valda fjórtán manns líkamstjóni. Annar maður hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar.

Um tuttugu gestir næturklúbbsins komust í snertingu við hið ætandi efni sem úðað var yfir skemmtistaðinn aðfaranótt mánudags fyrir viku. 22 ára kona og 24 ára karl misstu sjón á öðru auga vegna árásarinnar. 

Collins og Fer­ne McCann höfðu ný­verið birst sam­an á mynd á forsíðu tíma­rits­ins OK! McCann fer með hlut­verk í hinni vin­sælu sápuóperu The Only Way Is Essex sem hef­ur m.a. hlotið BAFTA-verðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert