Fangi lést úr vökvaskorti

David Clarke, yfirmaður lögreglunnar í Milwaukee.
David Clarke, yfirmaður lögreglunnar í Milwaukee. AFP

Fangi í Milwaukee í Miðvest­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna, sem glímdi við and­leg veik­indi, lést úr „bráðum vökvaskorti“ eft­ir að starfs­fólk fang­els­is­ins í banda­rísku borg­inni meinaði hon­um um vatn þar sem hann sat í ein­angr­un­ar­klefa í sjö daga. Þetta kom fram í vitn­is­b­urði dóm­stóla í vik­unni.

Fang­inn, hinn 38 ára gamli Terril Thom­as, lést 24. apríl í fyrra en fyrst núna hef­ur verið greint frá þeim aðstæðum sem hann lifði við síðustu daga hans á lífi. Fanga­verðir synjuðu Thom­as vís­vit­andi um vatn í refs­ing­ar­skyni sam­kvæmt niður­stöðum réttar­rann­sókn­ar.

Thom­as, sem var hand­tek­inn grunaður um að hafa skotið mann og hleypt af fleiri skot­um í spila­víti, er sagður hafa hagað sér óeirðarlega við upp­haf fang­elsis­vist­ar­inn­ar og var hann því færður í ein­angr­un, sem fjöl­skylda hans seg­ir jafn­gilda pynd­ingu. Þar sem Thom­as virt­ist ekki fær um að halda ró sinni, brugðu fang­els­is­yf­ir­völd á það ráð að skrúfa fyr­ir vatns­rennsli í vask og kló­sett í litl­um klefa fang­ans.

Fang­ar sem einnig eru vistaðir í fang­els­inu, og fjöl­miðill­inn Journal Sent­inel í Milwaukee ræddi við, segja að Thom­as hafi verið mjög kval­inn síðustu daga ævi sinn­ar og hafi þrábeðið um að fá vatn. Hann missti 16 kíló og var orðinn mjög veik­b­urða þegar hann loks lést á gólfi fanga­klef­ans þar sem hann hafði enga dýnu til að sofa á.

Í ljósi al­var­leika máls­ins hafa sak­sókn­ar­ar beðið sex kviðdóm­ara um að taka ákvörðun um hvort leggja skuli fram kæru vegna máls­ins.

And­lát Thom­as hef­ur valdið mikl­um ágrein­ingi í garð hins mjög svo íhalds­sama Dav­id Cl­ar­ke, yf­ir­lög­regluþjóns í Milwaukee, sem geng­ur um með kú­reka­hatt og tók virk­an þátt  sem stuðnings­maður Don­alds Trump í kosn­inga­bar­áttu hans að því er seg­ir í frétt AFP. Sam­kvæmt Journal Sent­inel er Cl­ar­ke sagður hafa reiðst mikið vegna máls­ins og hann hafi til að mynda hótað dán­ar­dóm­stjóra í Milwaukee sem hef­ur skil­greint dánar­or­sök Thom­as sem morð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka