Hættur við að fjármagna vegginn í bili

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur látið í ljós að hann sé hætt­ur við áform um að reyna að finna fjár­magn til að byggja vegg á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó. Cellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi Trumps, seg­ir að fjár­mögn­un veggj­ar­ins verði haldið fyr­ir utan áætl­un út­gjalda­frum­varps sem verði að ná gegn fyr­ir föstu­dag.

Bygg­ing veggj­ar­ins, kostuð af Mexí­kó, var eitt af helstu kosn­ingalof­orðum Trumps í bar­átt­unni um for­seta­embættið í fyrra.

Demó­krat­ar hafa hótað því að hamla fram­göngu frum­varps­ins ef í því verði gert ráð fyr­ir fjár­magni til bygg­ing­ar veggj­ar­ins. Með því að halda þess­um út­gjaldalið fyr­ir utan frum­varpið verður því e.t.v. hægt að af­stýra stjórn­ar­kreppu.

For­set­inn hef­ur þó lýst því yfir á Twitter að hann sé áfram fylgj­andi því að byggja vegg­inn og að hann verði byggður fyr­ir rest. Sam­kvæmt frétt BBC um málið er Trump sagður hafa sagt á lokuðum fundi með fjöl­miðlum á hægri vængn­um í gær að hugs­an­lega muni hann hefja fjár­mögn­un verk­efn­is­ins síðar á ár­inu.

Conway staðfesti í sam­tali við Fox News að vegg­inn þurfi ekki að fjár­magna í þess­ari viku en hann sé engu að síður áfram „mjög mik­il­vægt for­gangs­mál“.

Líkt og vakið hef­ur at­hygli voru áform um að byggja vegg eitt af helstu kosn­ingalof­orðum Trumps. Viðraði hann meðal ann­ars þá hug­mynd að fram­kvæmd­ir við bygg­ingu veggj­ar­ins skyldu kostaðar af Mexí­kó en stjórn­völd þar í landi drógu strax skýra línu um að svo yrði ekki.

Þegar Trump var tek­inn við stjórntaum­un­um í Hvíta hús­inu viðraði hann því þær hug­mynd­ir að ef til vill yrðu skatt­greiðend­ur í Banda­ríkj­un­um að standa straum af kostnaði við fram­kvæmd­irn­ar en í fram­hald­inu yrði reynt að ná pen­ing­un­um til baka frá Mexí­kó­um síðar í ferl­inu.

Nú hef­ur Trump bráðum setið hundrað daga í embætti og mæt­ir hann þar ann­ars kon­ar hörðum vegg, and­spyrnu öld­unga­deild­arþing­manna Demó­krata­flokks­ins, sem munu ekki styðja þessi áform for­set­ans en þeir geta hindrað fram­göngu frum­varps­ins.

„Ekki leyfa fölsku fjöl­miðlun­um að segja ykk­ur að ég hafi breytt af­stöðu minni til veggj­ar­ins. Hann verður byggður til að stöðva flæði fíkni­efna, man­sal o.s.frv.,“ skrifaði Trump á Twitter í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka