Ekkert ofbeldi í guðs nafni

00:00
00:00

„Aðeins friður er heil­ag­ur og ekki er hægt að beita of­beldi í nafni Guðs, því það myndi van­v­irða hans nafn,“ sagði Frans páfi í ræðu sem hann hélt við komu sína til Egypta­lands í dag. Páfi hvatti til umb­urðarlynd­is. Hann sagði að alltaf ætti að virða mann­rétt­indi, skil­yrðis­laust.

Heim­sókn Frans til Egypta­lands mun standa í 27 klukku­stund­ir. Til­gang­ur­inn er að hvetja til sam­tals milli múslima og krist­inna en kristn­ir í Egyptalandi eru minni­hluta­hóp­ur sem hef­ur ít­rekað orðið fyr­ir árás­um.

Páfinn sagði að koma yrði í veg fyr­ir að pen­ing­ar og vopn streymdu til þeirra sem hvettu til of­beld­is og beittu því. 

Frans lenti í Kaíró, höfuðborg Egypta­lands, snemma í morg­un. Hann átti í kjöl­farið fund með for­set­an­um Abdel Fattah al-Sisi og Ah­med al-Tayeb, leiðtoga múslima í land­inu.

Síðar í dag mun hann heim­sækja kirkju sem var sprengd í des­em­ber.

Frans páfi og Sheikh Ahmed al-Tayeb, leiðtogi múslima, heilsast á …
Frans páfi og Sheikh Ah­med al-Tayeb, leiðtogi múslima, heils­ast á fundi sín­um í Egyptalandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert