Vilja koma vitinu fyrir Kim Jong-un

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Rex Til­ler­son, mun þrýsta á það á fundi ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna í dag að alþjóðasam­fé­lagið bregðist harðar við hernaðarbrölti Norður-Kór­eu. Á fund­in­um er bú­ist við því að stjórn­völd í Kína verði hvött til að reyna að hafa áhrif í mál­inu vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Norður-Kór­eu. 

Wang Yi, ut­an­rík­is­ráðherra Kína, er kom­inn til New York til að sitja fund ör­ygg­is­ráðsins. Banda­ríkja­menn hafa ít­rekað sagt síðustu daga að þeir muni ekki leyfa því að viðgang­ast áfram að Norður-Kór­eu­menn geri til­raun­ir með kjarn­orku­vopn.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur sagt að hann vilji helst ná sátt­um með viðræðum en seg­ir að ástandið sé erfitt, eld­fimt og hættu­legt. 

„Það er mögu­leiki að við end­um með því að eiga í mjög, mjög mikl­um átök­um við Norður-Kór­eu, al­gjör­lega,“ sagði hann í viðtali við Reu­ters-frétta­stof­una. 

Banda­ríkja­menn hafa kallað eft­ir hert­ari refsiaðgerðum Sam­einuðu þjóðanna gegn Norður-Kór­eu en vilja að Kín­verj­ar taki for­ystu í að reyna að kom­ast að friðsam­legri lausn. 

„Við mun­um ræða hvaða skref gæti verið nauðsyn­legt að taka til að auka þrýst­ing á stjórn­völd í Norður-Kór­eu svo að þeir íhugi stöðu sína,“ sagði Til­ler­son í viðtali við Fox-frétta­stof­una í dag. Til­ler­son að at­hugað verði hver staða Kín­verja er og hvort þeir séu vilj­ug­ir að aðstoða við að finna lausn. „Kín­verj­ar hafa sagt okk­ur að þeir hafi upp­lýst [stjórn­völd í Norður-Kór­eu] um að ef þau geri frek­ari kjarn­orku­vopna­tilraun­ir muni Kín­verj­ar fara í sín­ar eig­in refsiaðgerðir gegn þeim.“

Til­ler­son seg­ist ekki úti­loka að farið verði í bein­ar viðræður við stjórn­völd í Norður-Kór­eu. En áður en að til þess kæmi yrðu stjórn­völd þar í landi að vera til­bú­in að láta af til­raun­um sín­um.

Á sama tíma og Banda­ríkja­menn segj­ast vilja leysa málið með friðsam­leg­um hætti hafa þeir sent flota sinn að Kór­eu­skaga. „Við vilj­um koma vit­inu fyr­ir Kim Jong-Un, ekki kné­setja hann,“ seg­ir hers­höfðing­inn sem fer fyr­ir flot­an­um, Harry Harris.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert