Hvað hefur Trump sagt um Ísland?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Það sem for­seti Banda­ríkj­anna seg­ir op­in­ber­lega vek­ur bæði at­hygli og hef­ur áhrif á póli­tíska umræðu. Á vef breska rík­is­út­varps­ins er hægt að sjá hvað Don­ald Trump, nú­ver­andi for­seti, hef­ur sagt um önn­ur lönd, tíst um eða heim­sótt, fyrstu 100 dag­ana í embætti. 

Þar er einnig hægt að fletta upp hvað Trump hef­ur sagt um Ísland. Svarið er ein­falt: „Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ekki tjáð sig um landið... enn þá.“

Í leit­ar­vél­inni er aft­ur á móti hægt að fletta upp mörg­um at­hygl­is­verðum um­mæl­um sem for­set­inn hef­ur látið falla um fjöl­mörg önn­ur ríki, s.s. Þýska­land, Norður-Kór­eu, Kan­ada, Rúss­land og Kína, svo dæmi séu tek­in. 

Hér má kanna málið frek­ar



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka