Kallaði Macron „glottandi bankamann“

Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron spöruðu ekki lýsingarorðin.
Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron spöruðu ekki lýsingarorðin. AFP

Stál­in stinn mætt­ust í sjón­varps­viðræðum frönsku for­setafram­bjóðend­anna Mar­ine Le Pen og Emm­anu­el Macrons, sem deila ekki sýn á framtíð Frakk­lands eða hvernig taka eigi á hryðju­verka­ógn­inni. AFP-frétt­stof­an seg­ir fram­bjóðend­urn­ar hafa sýnt skap­stygga hlið á sér í kapp­ræðunum, en Frakk­ar ganga að kjör­borðinu á sunnu­dag.

Áður en kapp­ræðurn­ar hóf­ust hafði miðjumaður­inn Macron 20% for­skot á Le Pen, sem er fram­bjóðandi frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar. For­seta­kosn­ing­arn­ar á sunnu­dag eru af mörg­um tald­ar mik­il­væg­ustu kosn­ing­ar í land­inu í ára­tugi.

Síðasta tæki­færið til að sann­færa kjós­end­ur

Fyr­ir Le Pen, voru kapp­ræðurn­ar sem millj­ón­ir Frakka fylgd­ust með, síðasta tæki­færið til að sann­færa kjós­end­ur um ágæti hug­mynda sinna. Le Pen vill m.a. ganga hart fram gegn ólög­leg­um inn­flytj­end­um og hætta með evr­una.

Í reiðileg­um orðaskipt­um fram­bjóðend­anna þá beindi Le Pen at­hygl­inni að fortíð Macrons sem banka­manns hjá fjár­fest­inga­banka, efna­hags­ráðherra sósí­al­ista­stjórn­ar­inn­ar, sem nýt­ur lít­illa vin­sælda hjá kjós­end­um í dag og sem öt­uls stuðnings­manns óheftr­ar alþjóðavæðing­ar.

Macron sakaði Le Pen á móti við að bjóða upp á eng­ar lausn­ir við vanda­mál­un­um, m.a. við viðvar­andi at­vinnu­leysi í land­inu.

Líkti áætl­un­um Le Pen við sná­ka­ol­íu

Orðaskipti fram­bjóðend­anna urðu þó hvað hvöss­ust er kom að þjóðarör­yggi, viðkvæmu umræðuefni í landi þar sem 230 manns hafa far­ist í hryðju­verka­árás­um víga­manna Rík­is íslams frá 2015.

Le Pen sakaði Macron um að vera værukær gagn­vart ógn­inni sem stafaði af ís­lömsk­um öfga­trú­ar­mönn­um. „Þú hef­ur eng­ar áætlan­ir (varðandi ör­yggi) en þú ert eft­ir­lát­ur í garð íslamskr­ar rétt­trúnaðar­stefnu,“ sagði hún.

Sjálf­ur kvaðst Macron ætlað að gera hryðju­verka­ógn­ina að einu sínu helsta máli yrði hann kos­inn. Hann sakaði hins veg­ar Le Pen um að vera ein­föld. „Þínar hug­mynd­ir eru sná­ka­ol­ía,“ sagði hann um þær hug­mynd­ir Le Pen að loka landa­mær­um Frakk­lands.

„Ég mun berj­ast gegn hryðju­verk­um íslam­ista á öll­um sviðum. En það sem þeir vilja, gildr­an sem þeir leggja fyr­ir okk­ur og sú sem þú ert að þiggja – er borg­ara­stríð,“ sagði Macron.

Sagði Le Pen lyg­ara og orð henn­ar bull

Le Pen kallaði Macron „glott­andi banka­mann“ og sagði hann full­trúa óheftr­ar alþjóðavæðing­ar. „Macron er full­trúi hömlu­lausr­ar alþjóðavæðing­ar, Uber-væðing­ar, óvissu, sam­fé­lags­legs hrotta­skaps, þar sem all­ir eru í stríði gegn öll­um .... slátrun Frakk­lands af hálfu stóru efna­hagsris­anna,“ sagði Le Pen og vísaði þar til banda­rísku Uber leigu­bílaþjón­ust­unn­ar.

Macron kallaði Le Pen aft­ur á móti lyg­ara og sagði orð henn­ar bull, sem skorti alla vigt.

Talið er að rúm­lega 20 millj­ón­ir af 47 millj­ón­um franskra kjós­enda hafi fylgst með sjón­varp­s­kapp­ræðunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem fram­bjóðandi frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar hef­ur tekið þátt í sjón­varp­s­kapp­ræðum og seg­ir Reu­ters frétta­stof­an þetta til marks um að Le Pen hafi tek­ist að það ætl­un­ar­verk sitt að rjúfa á tengsl flokks­ins við kynþátta­hat­ur fyrri tíma.

Skoðana­könn­un Cevipof sem birt var á vef dag­blaðsins Le Monde, sem er ein síðasta stóra skoðana­könn­un­in sem birt verður fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar, bend­ir til þess að Macron fái 59% at­kvæða en Le Pen 41%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert