Lést á eigin tónleikum

Bruce Hampton.
Bruce Hampton. Wikipedia/Roger Gupta

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Hampton hné niður á sviðinu í Fox leikhúsinu í Atlanta á mánudag og lést í gær, aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Tónleikarnir voru haldnir honum til heiðurs en hann varð sjötugur á sunnudaginn.

Bruce Hampton, sem var þekktur sem „Granddaddy of the Jam Scene", var fyrstur á svið á tónleikunum en fjölmargir listamenn komu þar fram. Undir lok tónleikanna, sem stóðu í fjórar klukkustundir, kom Hampton fram á ný en hné niður þegar hann var að spila lagið Turn On Your Lovelight. Áhorfendur og aðrir tónlistarmenn á sviðinu héldu að þetta væri til gamans gert en annað kom á daginn og var hann fluttur með hraði á Crawford Long sjúkrahúsið í Atlanta og lést hann þar síðar um nóttina.

Fréttin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert