Nýtt heilbrigðisfrumvarp samþykkt

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með naumum meirihluta frumvarp sem felur í sér afnám Obamacare, heilbrigðislöggjafar Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðasta lagafrumvarp hans sem var sett fram til höfuðs Obamacare var hafnað.

Eftir að miklar deilur höfðu staðið yfir innan Repúblikanaflokksins var frumvarp samþykkt með 217 atkvæðum gegn 213 um að afnema meirihluta Obamacare.

Repúblikanar þurftu 216 atkvæði til að frumvarpið yrði samþykkt. Enginn demókrati greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Frumvarpið verður næst lagt fyrir bandarísku öldungadeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka