Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að „gera út af við“ heilbrigðislöggjöf Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Obamacare, eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta.
Trump spáir „ótrúlegum sigri“ þegar frumvarpið verður lagt fyrir bandarísku öldungadeildina. Talið er að frumvarpið mæti töluverðri andstöðu þar.
„Það er dautt, það er meira og minna dautt,“ sagði Trump um Obamacare og lýsti löggjöfinni sem „hörmung“.
„Við ætlum að gera út af við það og við ætlum að gera marga aðra hluti,“ sagði Trump.