Grátlega nálægt sögulegu maraþoni

Zersenay Tadese, Lelisa Desisa og Eliud Kipchoge reyndu við sögulegan …
Zersenay Tadese, Lelisa Desisa og Eliud Kipchoge reyndu við sögulegan tíma í maraþoni í morgun. AFP

Ólymp­íu­meist­ar­inn Eliud Kipcho­ge frá Ken­ía reyndi í morg­un að hlaupa maraþon á und­ir tveim­ur klukku­stund­um. Það er óhætt að segja að Kipcho­ge hafi verið grát­lega ná­lægt því, 25 sek­únd­um rétt­ara sagt, en tími hans var 2:00,25 klukku­stund­ir.

Kipcho­ge náði þrátt fyr­ir það besta tíma heims, en tím­inn verður þó ekki skráður sem heims­met þar sem Ken­íamaður­inn notaði svo­kallaðan héra til þess að halda uppi hraðanum. Þá var hann und­ir eft­ir­liti vís­inda­manna á meðan hlaupið var. Heims­met Denn­is Ki­metto, 2:02,57 klukku­stund­ir, stend­ur því enn.

Eng­inn hef­ur af­rekað það að hlaupa maraþon, 42,2 kíló­metra, á und­ir tveim­ur tím­um en Kipcho­ge ætlaði sér að af­reka það í dag ásamt tveim­ur öðrum hlaup­ur­um, Zer­senay Tadese og Lelisa Desisa, sem ekki náðu til­sett­um ár­angri held­ur.

Um var að ræða lokaðan viðburð á veg­um Nike, en ekki eig­in­legt maraþon­hlaup. Var hlaupið á Monza-kapp­akst­urs­braut­inni á Ítal­íu.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert