Of mjóar fyrirsætur bannaðar

Fyrirsætur í Frakklandi mega ekki vera of mjóar til að …
Fyrirsætur í Frakklandi mega ekki vera of mjóar til að starfa í tískugeiranum. AFP

Lög sem banna notkun á of mjóum tískufyrirsætum í Frakklandi hafa tekið gildi. Fyrirsætur munu þurfa að framvísa læknisvottorði varðandi líkamlega heilsu sína þar sem líkamsþyngdarstuðull þeirra (BMI) kemur fram. Í slíkum stuðli er tekið tillit til hæðar viðkomandi annars vegar og þyngdar hins vegar. 

Heilbrigðisráðuneytið í Frakklandi segir lögin vera vopn í baráttunni gegn átröskunum og óheilbrigðum staðalímyndum fegurðar. 

Frá og með 1. október verða svo myndir sem hefur verið breytt í tölvu að vera sérstaklega merktar þar um. Sé útliti fyrirsætu breytt með einhverjum hætti í eftirvinnslu á myndum verður að merkja þær „photographie retouchée“, „myndinni hefur verið breytt“.

Í fyrstu drögum að frumvarpinu var hugmyndin að setja ákveðin mörk um hversu lágur BMI-stuðullinn mátti vera. Það olli miklu fjaðrafoki. Í lögunum sem samþykkt voru er farið aðra leið. Læknar þurfa nú að votta um líkamlegt ástand fyrirsæta og hvort þær séu of grannar að teknu tilliti til hæðar, þyngdar, líkamsgerðar og aldurs.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert