28,23% kosningaþátttaka í Frakklandi

Það mun liggja fyrir í kvöld hvort Emmanuel Macron eða …
Það mun liggja fyrir í kvöld hvort Emmanuel Macron eða Marine Le Pen verður næsti forseti Frakklands. AFP

Kosningaþátttaka í frönsku forsetakosningunum mældist 28,23% klukkan 12 að frönskum tíma (klukkan 10 að íslenskum) að sögn franska innanríkisráðuneytisins. Í kosningunum fyrir fimm árum mældist þátttakan á sama tíma 30,66%.

Í fyrri umferð forsetakosninganna, sem fór fram 23. apríl, mældist þátttakan um hádegisbil 28,54%.

Almennt er kosningaþátttaka góð þegar það kemur að forsetakjöri í Frakklandi, eða um 80%. 

Seinni umferðin, þar sem þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen berjast um embættið, fer fram þegar það er þriggja daga helgi í Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn í sex áratugi þar sem fulltrúar frá hinum hefðbundnu flokkum eru ekki í framboði. 

Í nýlegri könnun sögðust 10% svarenda vera óánægð með að þurfa að velja á milli Macron og Le Pen.

Innanríkisráðneytið mun birta næstu tölur yfir kosningaþátttöku klukkan 15 að íslenskum tíma. Búist er við fyrstu tölum um klukkan 18 að íslenskum tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert