„Ég mun þjóna ykkur með ást“

Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte Trogneux (önnur til hægri) …
Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte Trogneux (önnur til hægri) syngja franska þjóðsönginn fyrir framan Louvre safnið í París í kvöld. AFP

„Brigitte, Brigitte!“ hrópuðu stuðningsmenn Emmanuels Macron, nýkjörins forseta Frakklands, er hann þakkaði aðstandendum sínum fyrir stuðninginn á kosningavöku í kvöld. „Ég veit hvað ég á fólkinu mínu mikið að þakka,“ sagði Macron og uppskar lófaklapp. Í kjölfarið steig tilvonandi forsetafrú landsins á svið. Um 15 þúsund stuðningsmenn Macrons voru samankomnir til að gleðjast með honum í garðinum við Louvre-safnið í París. 

„Við munum ekki láta undan óttanum og sundrunginni,“ sagði Macron m.a. í ræðu sem hann flutti. „Í kvöld sigraði Frakkland. Allir sögðu að þetta væri ómögulegt, en þeir þekkja ekki Frakkland. Ég mun þjóna ykkur með ást.“

Á fundinum hrópaði manfjöldinn: „Við unnum! Við unnum!“

Macron vann yfirburðasigur í kosningunum, með um 65% atkvæða samkvæmt fyrstu tölum. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvar í Frakklandi Macron sigraði og hvar Marine Le Pen bar sigur úr býtum. Búið er að telja meirihluta atkvæða.

Er Macron minntist á mótframbjóðanda sinn, Marine Le Pen, í ræðu sinni hóf mannfjöldinn að baula. „Ekki baula!“ sagði Macron þá. Hann bætti svo við að myndi tryggja að engin þörf yrði til þess að kjósa öfgar aftur.

„Verkefnið sem bíður mín er stórt og byrjar strax á morgun.“ Hann sagði að styrkja þyrfti hagkerfið, standa vörð um lýðræðið og að mynda þyrfti nýjar varnir fyrir „heiminum sem umlykur okkur“. Hann sagði að skapa þyrfti rými fyrir alla, endurreisa Evrópu og tryggja öryggi allra franskra borgara. 

Emmanuel Macron og eiginkonan Brigitte Trogneux veifa til stuðningsmanna sinna …
Emmanuel Macron og eiginkonan Brigitte Trogneux veifa til stuðningsmanna sinna við Louvre-safnið í París í kvöld. AFP
Stuðningsmenn Emmanuels Macron söfnuðust saman við pýramídann fyrir utan Louvre-safnið …
Stuðningsmenn Emmanuels Macron söfnuðust saman við pýramídann fyrir utan Louvre-safnið í París. Þar ávarpaði hann mannfjöldann. AFP
Lögreglubílar við Sigurbogann.
Lögreglubílar við Sigurbogann. AFP
Emmanuel Macron veifar til stuðningsmanna sinna við Louvre-safnið í kvöld.
Emmanuel Macron veifar til stuðningsmanna sinna við Louvre-safnið í kvöld. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert