Enginn sérstakur saksóknari

Sarah Huckabee Sanders á blaðamannafundi síðdegis í dag.
Sarah Huckabee Sanders á blaðamannafundi síðdegis í dag. AFP

Hvíta húsið hef­ur hafnað að verða við sí­fellt há­vær­ari kröf­um um að skipaður verði sér­stak­ur sak­sókn­ari til að rann­saka áhrif rúss­neskra stjórn­valda á niður­stöður banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna.

„Við telj­um það óþarft,“ sagði einn tals­manna Hvíta húss­ins, Sarah Hucka­bee Sand­ers, eft­ir að upp­sögn James Comey, for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, tefldi rann­sókn stofn­un­ar­inn­ar í tví­sýnu.

Sand­ers sagði for­set­ann vilja að rann­sókn­in héldi áfram svo að hægt yrði að ljúka við hana og líta fram á veg­inn.

„Eng­inn vill að henni ljúki og að hún sé til­bú­in meira en við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert