Skiptar skoðanir um EES-samninginn

AFP

Ríf­lega fjór­ir af hverj­um tíu Norðmönn­um vilja annað hvort segja upp aðild Nor­egs að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) eða end­ur­semja um hann sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar þar í landi fyr­ir norska götu­blaðið Ver­d­ens Gang. Rúm­ur þriðjung­ur vill hins veg­ar halda í samn­ing­inn eins og hann er í dag eða 35%.

Frétt mbl.is: Vilja þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn

Fram kem­ur í frétt norska dag­blaðsins Nati­on­en að af þeim sem vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann séu 15% í fyrri hópn­um en 27% í hinum. Fram kem­ur að íbú­ar í þétt­býli séu já­kvæðari fyr­ir því að halda í EES-samn­ing­inn en þeir sem búa í dreif­býli. Tæp­lega 2/​3 stuðnings­manna Miðflokks­ins og Fram­fara­flokks­ins vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann.

Frétt mbl.is: Hafn­ar inn­göngu í ESB

Sam­kvæmt niður­stöðum annarr­ar skoðana­könn­un­ar í Nor­egi á dög­un­um voru 23% hlynnt EES-samn­ingn­um en 35% á því að skipta hon­um út fyr­ir hefðbund­inn fríversl­un­ar­samn­ing. Í sömu könn­un vildu 47% þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn en 20% voru því and­víg. Tölu­verð umræða er í Nor­egi um framtíð samn­ings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka