Vildi ráða fleiri í Rússa-rannsókn

00:00
00:00

Nokkr­um dög­um áður en James B. Comey var rek­inn úr starfi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, óskaði hann efir heim­ild dóms­málaráðuneyt­is­ins til þess að fá auk­inn mannafla til starfa við rann­sókn stofn­un­ar­inn­ar á aðkomu Rússa að banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um í fyrra.

Fólk kom saman fyrir utan Trump turninn í New York …
Fólk kom sam­an fyr­ir utan Trump turn­inn í New York og mót­mælti upp­sögn for­stjóra FBI í gær. AFP

Þetta er fyrsti staðfesti vitn­is­b­urður­inn um að Comey teldi að FBI þyrfti auk­inn mannafla við rann­sókn­ina, seg­ir í frétt New York Times í dag. Blaðið fékk þetta staðfest hjá fjór­um emb­ætt­is­mönn­um banda­ríska þings­ins en það var Rod J. Ro­sen­stein aðstoðardóms­málaráðherra sem lagði fram beiðnina. Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, byggði brottrekst­ur Comey á minn­is­blaði Ro­sen­stein um störf Comey. 

Sam­kvæmt NYT er ekki vitað hvað varð til þess að Comey lagði fram beiðnina né held­ur hvaða áhrif hún hafði á brottrekst­ur­inn. Aft­ur á móti sé framtíð rann­sókn­ar­inn­ar óljós. 

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI.
James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóri FBI. AFP

Sam­kvæmt minn­is­blaði Ro­sen­stein var rann­sókn al­rík­is­lög­regl­unn­ar á tölvu­pósts­máli Hillary Cl­int­on, mót­fram­bjóðanda Trumps í for­seta­kosn­ing­un­um, harðlega gagn­rýnd.

Sagði þar að Comey hefði í fyrsta lagi ekki átt að halda sér­stak­an frétta­manna­fund í júní á síðasta ári, þar sem hann fór ræki­lega yfir mál Cl­int­on, en lýsti því jafn­framt yfir að ekki væri ástæða til þess að sækja Cl­int­on til saka. Þá hefði verið ámæl­is­vert að til­kynna sér­stak­lega stuttu fyr­ir kosn­ing­arn­ar að nýir tölvu­póst­ar hefðu fund­ist í mál­inu, en sú yf­ir­lýs­ing er af mörg­um, þar á meðal Cl­int­on sjálfri, tal­in hafa haft áhrif á úr­slit kosn­ing­anna.

Flestir fjölmiðlar á Vesturlöndum fjalla um málefni FBI.
Flest­ir fjöl­miðlar á Vest­ur­lönd­um fjalla um mál­efni FBI. AFP

Tvær rann­sókn­ar­nefnd­ir á veg­um banda­ríska þings­ins á af­skipt­um Rússa byggja á gögn­um og upp­lýs­ing­um frá leyniþjón­ustu­stofn­un­um sem FBI hef­ur safnað sam­an og ef ekk­ert verður af frek­ari rann­sókn hjá FBI er talið lík­legt að erfitt verði um vik að ljúka störf­um nefnd­anna.

Leyniþjón­ustu­nefnd þings­ins birti sína fyrstu stefnu í rann­sókn­inni í gær þar sem Michael T. Flynn, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Trumps, er skipað að af­henda af­rit af tölvu­póst­um, upp­tök­um af sím­töl­um, fund­um og samn­ing­um við Rússa.

Dag­inn áður hóf nefnd á veg­um öld­unga­deild­ar­inn­ar að þrýsta á lítið þekkta rík­is­stofn­un sem sér um að rekja pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka um upp­lýs­ing­ar tengd­ar Rússa-rann­sókn­inni.

Trump á ekki sjö dagana sæla í Hvíta húsinu.
Trump á ekki sjö dag­ana sæla í Hvíta hús­inu. AFP

Stjórn­ar­formaður og vara­formaður leyniþjón­ustu­nefnd­ar öld­unga­deild­ar­inn­ar hafa boðið Comey að bera vitni fyr­ir lukt­um dyr­um sem þýðir að hann get­ur rætt leyni­leg­ar upp­lýs­ing­ar og upp­lýst um allt sem fór milli hans og full­trúa dóms­málaráðuneyt­is­ins og eða Trumps. Comey hef­ur ekki svarað hvort hann muni taka til­boðinu. 

Comey skrifaði starfs­fólki FBI kveðju­bréf í gær þar sem hann seg­ist ekki ætla að eyða tíma í að velta sér upp úr ástæðunni fyr­ir upp­sögn­inni.

Hann hefði lengi vitað að for­seti gæti rekið for­stjóra FBI úr starfi af hvaða ástæðu sem væri eða jafn­vel án ástæðu. Það væri erfitt að yf­ir­gefa hóp fólks sem hef­ur skuld­bundið sig til þess að gera það rétta. Hann vonaðist til þess að þau héldu áfram að styðja gildi stofn­un­ar­inn­ar um að vernda banda­rísku þjóðina og gæta þess að stjórn­ar­skrá lands­ins væri fylgt.

BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert