Bretum dugar ekki að segja skilið við Evrópusambandið, heldur vill meirihluti þeirra einnig segja skilið við Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Í skoðanakönnun YouGov sem birt var í dag, kemur fram að 56% aðspurðra Breta eru hlynnt því að landið hætti að taka þátt í söngvakepninni.
Bretar hafa unnið Eurovision fimm sinnum frá því að keppnin var fyrst haldin í Lúxemborg árið 1956. Bretar hafa hins vegar ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarna áratugi, en Bretar unnu Eurovision síðast árið 1997 með framlagi Katrarina and Waves, „Love Shine a Light“, en þar áður höfðu Bretar unnið keppnina árið 1981.
Kvarta margir Bretar yfir því að horft hafi verið fram hjá bresku keppendunum með ósanngjörnum hætti undanfarin ár.
Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári að segja skilið við Evrópusambandið, þegar 52% sögðust vilja að þjóðin segði sig úr ESB, en 48 vildu tilheyra sambandinu áfram.
Að sögn YouGov virðist hlutfallið nú vera nokkuð svipað og virðist það vera sami hópur sem vill úr ESB og vill segja skiliði við Eurovision.
Sögðust 19% aðspurða ætla að fylgjast með söngvakeppninni á laugardag og aðeins 9% sögðust horfa af því að þeir hefðu gaman af tónlistinni.