Segjast hafa prófað nýja gerð eldflauga

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna í gær voru til að prófa nýja gerð eldflauga. Þetta er haft eftir fréttamiðlum í Norður-Kóreu sem segja að um sé að ræða mið- og langdræga eldflaug sem ber nafnið Hwasong-12. 

Ríkisrekna fréttastofan KCNA sagði í dag að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafi persónulega fylgst með tilraunaskotinu í gær. 

Eld­flaug­inni var skotið frá Ku­song-héraði, norðvest­ur af höfuðborg­inni Pyongyang

Tvær til­raun­ir mis­heppnuðust í síðasta mánuði en í báðum til­vik­um sprungu eld­flaug­arn­ar skömmu eft­ir að þeim var skotið á loft. Talið er að Norður-Kórea sé að reyna að þróa kjarna­odda sem passa á lang­dræg­ar flaug­ar sem hægt er að skjóta veru­leg­ar vega­lengd­ir.

Norður-Kór­eu­menn sprengdu tvær kjarn­orku­sprengj­ur í til­rauna­skyni í fyrra en þeim hef­ur ekki enn tek­ist að skjóta lang­drægri eld­flaug sem get­ur borið kjarna­odd.

For­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, og Xi Jin­ping, for­seti Kína, hafa báðir lýst yfir áhyggj­um sín­um í dag vegna eld­flauga­skotsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert