Deildi leynilegum upplýsingum með Rússum

Donald Trump ásamt Sergei Lavrov í Hvíta húsinu í síðustu …
Donald Trump ásamt Sergei Lavrov í Hvíta húsinu í síðustu viku. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, deildi viðkvæm­um og leyni­leg­um upp­lýs­ing­um um hryðju­verka­sam­tök­in sem kenna sig við Ríki íslams með ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands. Þetta kem­ur fram í banda­rísk­um fjöl­miðlum.

Upp­lýs­ing­arn­ar komu frá banda­manni Banda­ríkj­anna sem hafði ekki gefið banda­rísk­um stjórn­völd­um leyfi til að deila þess­um upp­lýs­ing­um með Rúss­um, að því er fram kem­ur í Washingt­on Post.

At­vikið átti sér stað þegar Trump fundaði með Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, í Hvíta hús­inu í Washingt­on í síðustu viku.

Dina Powell, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkja­for­seta, seg­ir aft­ur á móti að þetta sé ekki rétt. „Þessi frétt er upp­spuni,“ seg­ir Powell sem var viðstödd fund­inn.

„For­set­inn talaði aðeins um sam­eig­in­leg­ar ógn­ir sem þjóðirn­ar standa frammi fyr­ir.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump er bendlaður við rúss­nesk stjórn­völd og eru rann­sókn­ir í gangi þar sem verið er að skoða sam­skipti hans við yf­ir­völd í Moskvu. Trump hef­ur vísað öllu slíku á bug, seg­ir ásak­an­irn­ar „fals­frétt­ir“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert