Enginn hefur fengið verri meðferð

Donald Trump var ekki glaðlegur í dag.
Donald Trump var ekki glaðlegur í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að enginn forseti Bandaríkjanna hefði fengið verri meðferð í valdatíð en hann. Trump segir að fjölmiðlar vestanhafs hafi ekki komið fram við hann á sanngjarnan hátt.

Greint var frá því í gærkvöldi að Trump hefði beðið James B. Comey, þáverandi yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um að hætta rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael T. Flynn, á fundi sem þeir áttu í Hvíta húsinu í febrúar.

Sjálfur hafnaði Trump því alfarið í morgun og sagði í yfirlýsingu að hann hefði aldrei beðið Comey eða nokk­urn ann­an um að hætta nokk­urri rann­sókn, þar með talið rann­sókn­inni á Flynn.

„Enginn stjórnmálamaður í sögunni, og ég segi þetta með fullri vissu, hefur fengið verri meðferð en ég,“ sagði Trump þar sem hann hélt ræðu við útskrift strandgæsluliða í dag. „Það má ekki láta þá ná þér niður.“

Forsetinn hvatti útskriftarnema til að fylgja fordæmi hans. „Berjast, berjast, berjast. Aldrei gefast upp og þá munu hlutirnir ganga vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka