Fyrrverandi yfirmaður FBI skipaður

Robert Mueller, fyrrverandi yfirmaður FBI.
Robert Mueller, fyrrverandi yfirmaður FBI. AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur skipað fyrrverandi yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, Robert Mueller, sem sérstakan ráðgjafa sem mun hafa yfirumsjón með rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári.

Mueller mun meðal annars rannsaka mögulegt leynimakk á milli samstarfsmanna Trumps og rússneskra embættismanna.

Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra skipaði Mueller í stöðuna samkvæmt bréfi sem fréttastofan CNN hefur undir höndum.

Jess Sessions dómsmálaráðherra hafði áður sagt sig frá öllum afskiptum af rannsókninni vegna þátttöku sinnar í kosningaherferð Trumps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert