Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur skipað fyrrverandi yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, Robert Mueller, sem sérstakan ráðgjafa sem mun hafa yfirumsjón með rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári.
Mueller mun meðal annars rannsaka mögulegt leynimakk á milli samstarfsmanna Trumps og rússneskra embættismanna.
Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra skipaði Mueller í stöðuna samkvæmt bréfi sem fréttastofan CNN hefur undir höndum.
Jess Sessions dómsmálaráðherra hafði áður sagt sig frá öllum afskiptum af rannsókninni vegna þátttöku sinnar í kosningaherferð Trumps.