Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði af stað fyrr í kvöld, ásamt eiginkonu sinni Melanie Trump, í sína fyrstu utanlandsferð síðan hann tók við embætti.
Forsetinn mun heimsækja sex staði, eða Sádi-Arabíu, Ísrael, Vatíkanið, Palestínu, Brussel og Sikileyjar.
Forsetinn vonast til að ná friðarsamningum í Mið-Austurlöndum en hann byrjar dagskrána á fundi í Sádi-Arabíu með leiðtogum úr múslimaheiminum.
Trump mun einnig taka þátt í ráðstefnum NATO og G7-ríkjanna í Brussel og á Sikileyjum.