Fyrsta utanlandsferð Trump

Trump og eiginkona hans Melania Trump yfirgefa Hvíta húsið.
Trump og eiginkona hans Melania Trump yfirgefa Hvíta húsið. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði af stað fyrr í kvöld, ásamt eiginkonu sinni Melanie Trump, í sína fyrstu utanlandsferð síðan hann tók við embætti.

Forsetinn mun heimsækja sex staði, eða Sádi-Arabíu, Ísrael, Vatíkanið, Palestínu, Brussel og Sikileyjar. 

For­set­inn von­ast til að ná friðarsamn­ing­um í Mið-Aust­ur­lönd­um en hann byrjar dag­skrána á fundi í Sádi-Ar­ab­íu með leiðtog­um úr múslima­heim­in­um.

Trump mun einnig taka þátt í ráðstefn­um NATO og G7-ríkj­anna í Brus­sel og á Sikileyj­um.

Trump og eiginkona hans skömmu áður en þau stigu um …
Trump og eiginkona hans skömmu áður en þau stigu um borð í forsetavélina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert