Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, var ekki með höfuðslæðu þegar hún gekk út úr forsetaflugvélinni á Khalid-alþjóðaflugvellinum í Sádi-Arabíu í dag. Með þessu fetar hún í fótspor Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en konur í Sádi-Arabíu eiga að hylja hár sitt vegna trúarástæðna í landinu.
Ivanka Trump, dóttir forsetans og ráðgjafi, var heldur ekki með höfuðslæðu. Það vakti athygli í janúar 2015 þegar Obama var ekki með slæðu í Sádi-Arabíu og sögðu sumir hana sýna gestgjöfum sínum vanvirðingu með því. Þá sagði fulltrúi Hvíta hússins að með þessu vildi Obama sýna álit sitt stöðu kvenna í Sádi-Arabíu. Einn sem gagnrýndi forsetafrúna þáverandi var einmitt Donald Trump en hann sagði á Twitter að hún hefði móðgað Sádi-Araba og að Bandaríkjamenn ættu „nóg af óvinum“.
Many people are saying it was wonderful that Mrs. Obama refused to wear a scarf in Saudi Arabia, but they were insulted.We have enuf enemies
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2015