Donald Trump Bandaríkjaforseti tók þátt í sverðdansi í Sádi-Arabíu þar sem hann er nú í heimsókn, sem er jafnframt fyrsta opinbera heimsókn hans til útlanda sem forseti Bandaríkjanna.
Trump brosti og dillaði sér með öðrum dönsurum, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, sem sungu og trommuðu meðan á dansinum stóð.
Þegar dansinum lauk snæddi Trump kvöldverð sem var skipulagður til heiðurs Bandaríkjaforseta og fylgdarliði hans.
Fyrr í dag var greint frá því, að bandarísk stjórnvöld hefðu gert varnar- og vopnasamning við Sádi-Araba upp á 110 milljarða Bandaríkjadala eða því sem nemur 11.000 milljörðum íslenskra króna.