Annar mótmælandi skotinn til bana

Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins fari frá völdum.
Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins fari frá völdum. AFP

Ung­ur maður var skot­inn í til bana í mót­mæl­um í Venesúela í gær. Alls hafa því 48 lát­ist í mót­mæl­um sem bein­ast gegn Nicolas Maduro, for­seta lands­ins, og rík­is­stjórn hans. Þetta er sjö­unda vika mót­mæl­anna og talið er að að minnsta kosti 200.000 manns hafi mót­mælt í gær.

Maður­inn sem lést var skot­inn í brjóstið. Hann var 23 ára gam­all en auk hans særðist 18 ára pilt­ur og 50 ára göm­ul kona.  

Í mót­mæl­un­um sem voru víðs veg­ar um landið í gær brut­ust út blóðug átök milli mót­mæl­enda, lög­reglu og her­manna. Í Caracas sem er í aust­ur­hluta Venesúela hafa 46 manns særst. Þar beitti lög­regl­an tára­gasi á hóp mót­mæl­enda. 

Mik­ill skort­ur er í land­inu á bæði mat og nauðsyn­leg­um lyfj­um. 

Frá því mót­mæl­in brut­ust út 1. apríl hafa hundruð manna særst og 2.200 hafa verið hneppt­ir í hald. Af þeim hef­ur 161 verið fang­elsaður sam­kvæmt úr­sk­urði her­dóm­stóls lands­ins.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert