Enn á ný voru gerðar tilraunir með langdrægar eldflaugar í Norður-Kóreu nýverið. Herinn í Suður-Kóreu staðfestir þetta og einnig Hvíta húsið í Washington. Eldflauginni var skotið á loft og náði hún í yfir 500 kílómetra hæð og lenti að öllum líkindum í Japanshafi. BBC greinir frá.
Í síðustu viku sögðust Norður-Kóreumenn búa yfir nýrri gerð af langdrægnum eldflaugum. Þessi eldflaug fór aðeins styttra en síðustu þrjár tilraunir þeirra en þær flaugar fóru í yfir 700 kílómetra.
Japanar leggjast gegn þessum tilraunum og segjast hafa gert athugasemdir við tilraunirnar við Norður-Kóreu.
Í síðustu viku sagði NATO að tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar væri ógn við heimsfriðinn.
Fjöldi norðurkóreskra eldflaugatilrauna hefur valdið ugg á alþjóðavísu og spennu í samskiptum við Bandaríkin. Við þeim liggur blátt bann af hálfu Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tvær tilraunir í mars enduðu með því að flaugarnar sprungu skömmu eftir flugtak.